Ekki tókst að ljúka fjórða hring á Íslandsmótinu í golfi sem átti að fara fram í gær, sunnudag, vegna veðurs. Mótshaldarar reyndu að spila hringinn en þurftu að aflýsa honum en aftaka veður var í Vestmannaeyjum í gær.
Það fór svo að Kristján Þór Einarsson úr GM og Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR urðu Íslandsmeistarar. Perla var að vinna í fyrsta sinn en hún er aðeins 15 ára gömul en Kristján Þór vann mótið einnig þegar það fór fram í Vestmannaeyjum 2008 eftir bráðabana við Heiðar Davíð golfkennara okkar.
GA krakkarnir spiluðu flott golf á laugardeginum á þriðja hring sem reyndist síðan vera lokahringur mótsins.
9.sæti: Andrea Ýr Ásmundsdóttir 76-78-71 + 15 á lokahringnum fékk Andrea tvo fugla, þrjá skolla og 13 pör, flottur hringur hjá Andreu.
T32. Lárus Ingi Antonsson 81-68-68 +7 - Lárus spilaði flott golf á lokahringnum, fjórir fuglar og tveir skollar og endaði á tveimur höggum undir pari á þeim hring. Það má segja ða fyrsti hringurinn hafi orðið Lalla að falli en seinni tvo hringina spilaði hann á fjórum höggum undir pari.
T53. Skúli Gunnar Ágústsson 76-73-73 +12 - Skúli spilaði afbragðsgolf á þriðja hring, 5 fuglar, einn skolli en fékk tvöfaldan skolla á eina holu og 8 á par3 holu sem dróg skorið hans niður.
T60. Veigar Heiðarsson 78-73-74 +15 - Veigar fékk tvo fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla á lokadeginum og endaði mótið í 50.sæti, stabíl spilamennska hjá Veigari sem á framtíðina fyrir sér.