Hinu árglega og geysivinsæla Arctic Open móti lauk formlega með stórglæsilegri kvöldskemmtun og verðlaunahófi á laugardagskvöldinu síðasta upp í golfskálanum á Jaðri. Í ár tóku 231 kylfingur þátt í mótinu en veðurspáin var okkur ekki hliðholl fyrir mót en rættist þó úr henni á föstudeginum og fengu kylfingar á sjá hina geysivinsælu og fallegu miðnætursól seinni keppnisdaginn.
Gleðin var svo sannarlega við völd hjá keppendum í mótinu og spilamennskan til fyrirmyndar. Keppendur voru hæst ánægðir með umgjörðina í mótinu, teiggjafir og sérstök ánægja í kakótjaldinu þetta mótið þegar norðanáttin var búin að berja keppendur áfram á fimmtudeginum var vinsælt að fá sér heitt kakó, stroh og soðið brauð inn í tjaldi hjá okkar frábæru sjálfboðaliðum sem stóðu vaktina þar. Á laugardagskvöldinu var stórglæsilegur þriggja rétta kvöldverður sem Friðjón eldaði af stakri snilld, súpa, lamb, fiskur, meðlæti og svo að lokum creme brulé og súkkulaðikaka. Stebbi Jak stýrði veislunni af stakri snilld og tók frábær lög og eftir að hann hafði lokið sinni dagskrá steig Magni Ásgeirsson á svið og hélt uppi dúndrandi stemmingu langt fram eftir kvöldi undir frábærri spilamennsku frá okkar eigin Valmar Valjaots á píanóinu.
Svona mót eins og Arctic Open væri ekki hægt að gera svona skemmtilegt og flott ef ekki væri fyrir okkar öflugu styrktaraðila, sjálfboðaliða og starfsfólks og viljum við þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur í kringum mótið kærlega fyrir. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að taka á móti enn fleiri kylfingum á næsta ári þegar Arctic Open verður haldið í 38. sinn.
Hér má sjá lista yfir verðlaunahafa í mótinu í ár:
Nándarverðlaun:
Fimmtudagur:
4. hola: Sigurður Jónsson 147 cm
8. hola: Finnur Helgason HOLA Í HÖGGI
11. hola: Geir Hólmarsson 59 cm
14. hola: Kristófer Einarsson 180cm
18. hola: Ottó Ernir Kristinsson 288cm
Föstudagur:
4. hola: Jóhann Rúnar Sigurðsson 31 cm
8. hola: Finnur Bessi Sigurðsson 415 cm
11. hola: Gunnlaugur Kári Guðmundsson 84 cm
14. hola: Sveinn Torfi Pálsson 31 cm
18. hola: Víðir Steinar Tómasson 120 cm
Punktakeppni m/forgjöf - Arctic Open meistari
1.sæti: Guðni Þór Björnsson 87 punktar
2.sæti: Preben Jón Pétursson 81 punktur
3. sæti: Ríkharð Óskar Guðnason 78 punktar
Höggleikur án forgjafar
1. sæti: Mike Doran 146 högg
2. sæti: Magnús Finnsson 148 högg
3. sæti: Víðir Steinar Tómasson 154 högg
Höggleikur konur
1.sæti: Nína Björk Geirsdóttir 162 högg
2.sæti: Jill Blenkey 168 högg
3.sæti: Þórunn Anna Haraldsdóttir 171 högg
Höggleikur 55+ karlar
1.sæti: Jón Þór Gunnarsson 158 högg
2.sæti: Arnar Freyr Jónsson 166 högg
3. sæti: Guðmundur E Lárusson 168 högg
Liðakeppni
Preben Jón Pétursson, Stefán Bjarni Gunnlaugsson, John Júlíus Cariglia og Freyr Hólm Ketilsson