Bændaglíman er á morgun og er mikil eftirvænting hjá þeim 63 keppendum sem eru skráðir til leiks í mótið.
Mæting er 9:30 og er ræst samtímis út af öllum teigum kl.10:00.
Bændur í ár eru þau Böðvar Þórir og Guðrún Karítas en þau eru mörgum GA félögum vel kunn en þau hjónin eru gríðarlega efnilegir golfarar og hafa verið dugleg í golfinu í sumar. Það er ljóst að það verður hart tekist á því innan vallar hjá þeim og verður afar skemmtilegt að fylgjast með mótinu á morgun.
Liðið hans Bödda er bláa liðið og liðið hennar Guðrúnar er rauða liðið og hvetjum við liðsmenn til að mæta klædda í litum þess liðs sem þau eru í, það eykur stemminguna í mótinu og verður gríðarlega skemmtilegt að sjá liðin klædd eins :)
Hér má sjá liðsskipan og hvaða kylfingar mætast á morgun.
Leikinn er betri bolti með forgjöf holukeppni, hámarksleikforgjöf karla er 24 og 28 hjá konum. Karlar 70 ára og eldri, konur og drengir 14 ára og yngri leika af rauðum teigum, aðrir af gulum. Ef einhverjir 70+ eða 14 ára og yngri vilja leika af gulum er það leyfilegt.
Þetta snýst að sjálfsögðu um að hafa gaman og vonumst við til að allir kylfingar munu njóta sín vel á vellinum á morgun. Eftir að leik lýkur er súpa og brauð hjá Vídalín veitingum.