Dagana 16. til 18. Júlí fór fram Íslandsmót eldri kylfinga á Golfklúbbi Borgarness. GA áttu einn fulltrúa í flokki karla 65 ára og eldri en það var hinn eini sanni Björgvin Þorsteinsson. Veðrið í Borgarnesi var ekkert sérstakt mestallan tímann meðan mótinu stóð en það kom ekki niður á skorum keppenda.
Björgvin spilaði hringina þrjá á 82, 80 og 78 höggum og var því á 27 höggum yfir pari í heildina. Þetta skor tryggði Björgvini íslandsmeistaratitilinn og óskum við honum innilega til hamingju með það. Þetta er alls ekki fyrsti titillinn hans Björgvins og hann á enn nóg inni í keppnisgolfi.