Starfsmenn vallarins halda áfram að vinna hörðum höndum við að halda vellinum okkar eins glæsilegum og hann ávallt er. Í þessari viku voru brautirnar lóðskornar en þá er grasið slegið lóðrétt í stað þess að það sé slegið lárétt. Þessi sláttur hefur ýmis góð áhrif en við hann er grasinu sem liggur flatt, lyft upp sem opnar jarðaveginn betur. Við það andar grasið betur, tekur betur við næringu og regni sem hefur einmitt verið nokkur skortur á uppá síðkastið.
Við getum svo sannarlega verið stolt af þessu glæsilega teymi sem við höfum á vellinum sem gefa sig alla fram á hverjum degi til að halda vellinum í frábæru ástandi!