Byko Open fór fram í gær í blíðskaparveðri hér á Jaðri og voru 98 þátttakendur í mótinu. Frábært veður var, sólin skein og voru aðstæður eins og bestar verða fyrir kylfinga okkar.
Nándarverðlaun voru sem hér segir:
4. hola – Benedikt Grétarsson 1.21m
8. hola – Birgir Ingvason 67cm
11. hola – Rúnar Antons 3,02m
14. hola – Brynja Herborg 4,27m
18. hola – Valdemar Valsson 2,23m
Þá vann Lárus Ingi Antonsson höggleikinn á 73 höggum, aldeilis flottur hringur hjá honum, tveir fuglar, 15 pör og ein hola sem ekki fór jafn vel.
Í punktakeppninni var Árni Björn Þórarinsson hlutskarpastur á 39 punktum og má þar þakka gríðarlega öflugt birdierun hjá drengnum á holum 15-17 sem tryggðu honum sigurinn, efnilegur kylfingur þar á ferð. Eftirtaldir kylfingar skipuðu fimm efstu sætin:
Við þökkum Byko kærlega fyrir samstarfið í mótinu, gríðarlega flott verðlaun voru veitt ásamt fjöldanum öllum af útdráttarverðlaunum. Einnig viljum við þakka A4 fyrir glæsilegar fartölvutöskur sem þeir gáfu í verðlaun.