Nú um helgina er haldið fjórða mótið í Íslandsbankamótaröð unglinga hér á Jaðri þar sem yngstu og efnilegustu kylfingar landsins koma og etja kappi. Í gær var spilað í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs en í hinum flokkunum eru einungis spilaðir tveir hringir. Veðrið var ekki beint að leika við leikmenn en það var rigning og norðan suddi hjá flestum á fyrri 9 en þegar hætti að rigna varð veðrið rólegra og viðráðanlegra.
Þrír GA kylfingar spiluðu í gær og stóðu þau sig afar vel. Gunnar Aðalgeir átti að vísu ekki alveg sinn besta dag og spilaði á 87 höggum en í sama flokki spilaði Lárus Ingi á 73 höggum og er hann aðeins einu höggi á eftir fyrsta sætinu. Andrea Ýr spilaði á 77 höggum í gær og er hún að leiða sinn flokk með 7 höggum. Fleiri kylfingar frá GA hefja leik í dag og óskum við þeim öllum góðs gengis.
Við hvetjum alla til að kíkja uppá völl og fylgjast með þessum ungu og efnilegu kylfingum leika frábært golf.
Hér að neðan má sjá myndir frá fyrsta degi.