DEMODAGAR á Klöppum.
Um helgina bjóðum við bæði Birgi kylfusmið frá golfkylfur.is og Pétur Óskar frá ÍSAM í heimsókn.
Birgir mun sjá um mælingar á Ping og Titleist kylfum inn í kennslurýminu og Pétur mun sjá um demodag á sömu kylfum inn á almenna sláttursvæðinu.
Demodagurinn verður haldinn bæði laugardag og sunnudag frá klukkan 11-15 þar sem hægt verður að prófa það nýjasta og fá ráðleggingar um val á kylfum og hvernig best að setja saman settið sitt.
Frá PING er m.a. hægt að prófa nýju G710 línuna í járnum ásamt G410 línuna í járn- og trékylfum. G Le 2 dömulínan frá PING verður einnig til reynslu og loks gott úrval af PING pútterum og fleygjárnum.
Í Titleist verður í boði að prófa TS línuna af trékylfum, T línuna af járnum, nýju Scotty Cameron pútterana og SM8 fleygjárnin.
Hlökkum til að sjá sem flesta!