Við viljum endilega benda öllum kylfingum á að það er kominn svokallaður "edge saver" á alla pinna vallarins. Þetta er einskonar skál sem er neðst á pinnunum og þar með kemur boltinn með uppúr holunni þegar pinninn er tekinn uppúr. Þetta kemur í veg fyrir að barmarnir á holunum skemmist þar sem að það er núna óþarfi að troða höndunum meðfram pinnanum til að ná í kúluna. Við bendum því öllum vinsamlega á að ná í kúluna með því eingöngu að lyfta upp pinnanum.