Fjórða mótið á Eimskipsmótaröðinni hófst í gær með KPMG Hvaleyrarbikarnum þar sem GA á fjóra fulltrúa. Völlurinn í Hafnarfirði er án nokkurs vafa einn af flottustu völlum Íslands og er hann í frábæru standi í ár og fengu kylfingar fínasta golfveður í gær. Fyrir hönd GA í Hvaleyrarbikarnum spila: Eyþór Hrafnar, Tumi Hrafn, Víðir Steinar og Sturla Höskuldsson.
Sturla átti erfiðasta daginn af GA mönnum í gær en hann endaði á 82 höggum (+11), fyrir Stulla voru það fáar holur sem gerðu mikinn skaða en hann lenti í því að fá einn fjórfaldann skolla og annan þrefaldan. Eyþór var aðeins meira stöðugur en hann kom inn á 76 höggum (+5), hann var á parinu á fyrru níu en lenti í smá erfiðleikum á seinni níu. Víðir kom inn á 75 höggum (+4) og spilaði ansi stöðugt golf en hann fékk hvergi hærra skor en skolla. Tumi spilaði best af okkar strákum og kom inn á 73 höggum (+2), hann spilaði glæsilegt golf og fékk 7 fugla en það var ein hola sem skemmdi ansi mikið fyrir honum þar sem hann fékk fjórfaldan skolla á par 3 holu.
Strákarnir eru farnir af stað á degi 2 og vonum við að þeir haldi áfram að standa sig vel!