Síðastliðna helgi var Íslandsmót unglinga haldið í Leirdalnum í Kópavogi. GA átti þar 13 kylfinga sem léku í 5 flokkum, og áttum við fulltrúa í lokahollinu í öllum þeim flokkum. Af þeim komust 3 á verðlaunapall, en það voru þau Andrea Ýr sem lenti í 3. sæti, og þeir Veigar og Lárus sem deildu 2. sætinu í sitthvorum flokknum.
Mikill vindur var fyrstu 2 daga mótsins en á síðasta deginum buðu sunnlendingar upp á sól og logn, sem okkar keppendur nýttu og skoruðu vel.
Flestir stóðu sig með prýði í mótinu og var gaman að fylgjast með þeim yfir helgina.
Lokastaðan:
Piltar 15-16 ára:
T4 Patrik Róbertsson +15
11. sæti Mikael Máni Sigurðsson +21
15. sæti Óskar Páll Valsson +28
24. sæti Starkaður Sigurðarson +42
Piltar 17-18 ára:
T2 Lárus Ingi Antonsson par
Stúlkur 17-18 ára:
3. sæti Andrea Ýr Ásmundsdóttir +21
Stúlkur 14 ára og yngri:
5. sæti Auður Bergrún Snorradóttir +65
9. sæti Birna Rut Snorradóttir +73
11. sæti Kara Líf Antonsdóttir +83
T12 Lana Sif Harley +88
Strákar 14 ára og yngri:
T2 Veigar Heiðarsson +21
T7 Skúli Gunnar Ágústsson +40
20. sæti Snævar Bjarki Davíðsson +70