Flottur árangur GA kylfinga á Akranesi

Andrea er í toppbaráttunni
Andrea er í toppbaráttunni

Fyrsti dagur B59 Hotel mótsins í golfi var spilaður í gær á Akranesi við fínar aðstæður. Margir af fremstu kylfingum landsins leika á mótinu og eigum við í GA nokkra keppendur í mótinu.

 

Andrea Ýr er eini keppandinn frá GA í kvennaflokki, en hún spilaði frábært golf á 1. degi, og lauk leik á 71 höggi(-1). Andrea situr því í 2. sæti mótsins og komst örugglega í gegnum niðurskurðinn. Það verður spennandi að fylgjast með Andreu á næstu dögum!

 

Í karlaflokknum eigum við 5 keppendur, sem léku 1. hringinn misvel. Tumi Kúld skilaði inn flottu skori, en hann lék hringinn á 73 höggum(+1). Á eftir honum komu þeir Lárus Ingi á 75 og Örvar Samúelsson, fyrrum högglengsti kylfingur Íslands, á 77. 

 

Óskum okkar fólki góðs gengis á komandi hringjum og uppfærum stöðuna eftir hring dagsins.