Golfklúbbur Akureyrar hefur samið við Friðjón F. Helgason um rekstur veitingasölu á Jaðri. Friðjón er lærður matreiðslumeistari og hefur víðtæka reynslu og starfað í veitingageiranum til fjölda ára m.a. verið yfirmatreiðslumaður á veitingahúsum í Reykjavík og Kaupmannahöfn, séð um veisluþjónustu og nú síðast yfirmatreiðslumaður á Icelandair hótel Akureyri.
Friðjón er í sambúð með Hafdísi Rán og saman eiga þau þriggja ára stelpu.
„Ég sé marga möguleika á að þróa og bæta veitingasöluna hér á Jaðri. Það er virkilega spennandi verkefni framundan að gera veitingaaðstöðuna enn eftirsóknarverðri fyrir kylfinga sem og alla aðra gesti. Hugmyndirnar eru margar og erum við full tilhlökkunar að taka á móti félagsmönnum GA á vormánuðum og fá að kynnast þeim “ - Friðjón.
Friðjón mun taka við rekstrinum þann 1. apríl næstkomandi. "Golfklúbbur Akureyrar er mjög spenntur fyrir samstarfinu og hlakkar til að taka á móti okkar fjölmörgu kylfingum hér í Jaðri samstarfi við Friðjón" - Steindór framkvæmdastjóri GA.