Sumarsólstöður hafa gengið í garð og það þýðir bara eitt, Arctic Open 2019 er komið í gang. Fyrstu kylfingar fóru út klukkan tvö seinnipartinn og var ræst út alveg til klukkan hálf ellefu í kvöld. Það sáust glæsilegir taktar úti á velli í dag enda bauð veðrið svo sannarlega uppá það, mótið hófst í léttri norðanátt sem truflaði leikmenn þó afar lítið og þegar síðustu holl komu á seinni níu var dottið í dúnalogn. Mikil spenna er í bæði punktakeppni og höggleik en tveir kylfingar komu inn á 42 punktum í dag. Besta skorið á þessum fyrri hring voru 69 högg en næstu kylfingar fylgja honum skammt á eftir. Allt bendir til þess að veðrið verði milt og fínt á seinni degi mótsins og hlökkum við til að sjá hvaða takta kylfingar geta sýnt þá.
Hér má sjá rástíma fyrir föstudag. (Muna að smella á "Hringur 2")
Hér má sjá stöðuna í mótinu.
Smellt var af nokkrum myndum á fyrri deginum sem má sjá hér að neðan.