Nú fer að styttast í golf sumarið sem þýðir að GA deildin 2021 er loksins að hefjast. Því hvetjum við kylfinga til að safna í lið sem fyrst og skrá sig! Skráningarfrestur er til kl. 23:59 föstudaginn 21. maí og fyrsta umferð hefst stuttu eftir það.
Það ætti enginn að láta þetta frábæra mót fram hjá sér fara en vegleg verðlaun verða veitt fyrir efstu 3 sætin að móti loknu.
Leikfyrirkomulagið er eftirfarandi:
•Lágmarks fjöldi leikmanna í liði eru fjórir en hámarks fjöldi er átta.
•Í deildinni er leikin holukeppni í svipaðri fyrirmynd og á Íslandsmóti Golfklúbba nema leikið verður með forgjöf í liðakeppni GA.
•Hámarksleikforgjöf er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur.
•Hámarks fjöldi liða í mótið eru 16 en fjórir liðsmenn keppa í hverri umferð.
•Verð fyrir hvern leikmann er 5.000kr
Skráning í mótið fer fram á netfang jonheidar@gagolf.is eða skrifstofa@gagolf.is þar sem skila þarf inn nöfnum fullskipaðs liðs í skráningunni auk staðfestingar á greiðslu.
Þáttökugjaldið þarf að vera greitt fyrir fyrstu umferð deildarinnar inn á reikning 0162-05-200004 kt.580169-7169
Það sem þarf að koma fram við skráningu er:
Mótsstjóri keppninnar er Eyþór Hrafnar sími: 8479108 og Stefanía Kristín sími: 8587462
Þáttökugjaldið rennur óspart til Kvenna og Karla sveita GA en GA deildin er liður í fjáröflun sveitanna á Íslandsmót Golfklúbba.