Golfklúbbur Akureyrar og Fallorka skrifuðu undir samstarfssamning á dögunum en GA leggur mikið kapp á umhverfisvænan rekstur. Það er okkur því sönn ánægja að hefja samstarf með Fallorku og saman munum við kanna möguleika á að auka enn frekar notkun á umhverfisvænum orkugjöfum á svæði GA, svo sem með rafknúnum tækjum, upphitun á flötum og fleira.
Fallorka rekur fjórar vatnsaflsvirkjanir á Eyjafjarðarsvæðinu og selur raforku um allt land. Öll raforka sem félagið selur er endurnýjanleg og umhverfisvottuð. Fallorka er að fullu í eigu Norðurorku og þar með í eigu almennings á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum.
GA hvetur sína félagsmenn til að kaupa raforku frá Fallorku enda er traustur viðskiptamannahópur forsenda þess að félagið geti stutt dyggilega við bakið á íþróttastarfi á Akureyri.