Í gær var haldið 9 holu golfmót fyrir sjálfboðaliða íslandsmótsins. Hjálp þeirra á Íslandsmótinu í golfi var okkur ómetanleg og vildum við bjóða þeim sem hjálpuðu til að taka þátt í skemmtilegu 9 holu golfmóti.
Alls mættu 27 manns og ræst var út á seinni níu holum vallarins. Það var hann Magnús Finnsson sem sigraði mótið á 22 punktum en hann gerði sér lítið fyrir og lék seinni níu holurnar á 33 höggum eða -2.
Úrslit:
1.sæti - Magnús Finnsson 22 punktar - Silfurkort í golfhermi GA
2.sæti - Ágúst Már Þorvaldsson 22 punktar - Cutter&Buck jakki
3.sæti - Gestur Valdimar Hólm Freysson 21 punktur - FJ Vindjakki
4.sæti - Vigfús Ingi Hauksson 19 punktar - Tenson jakki
5.sæti - Bryndís Eva Ágústsdóttir 19 punktar - FJ peysa
Nándarverðlaun:
11.hola- Þórhalldur Pálsson 57cm - Cutter&Buck bolur
14.hola - Valmar Valjots 155cm - Cutter&Buck bolur
18.hola - Jason Wright 215cm - Cutter&Buck bolur
Við viljum enn og aftur þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur á Íslandsmótinu í ár fyrir og takk fyrir skemmtunina í gær.
Efstu fimm sætin í mótinu í gær.
Þessir þrír nældu sér í nándarverðlaun á holum 11, 14 og 18.