Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.
Nú er veitt lausn frá öllum holum sem dýr hafa myndað á vellinum. Ef slíkar holur eða uppgröftur úr þeim truflar högg þitt áttu rétt á vítalausri lausn.
Í fyrri reglum takmörkuðust slíkar lausnir við grafdýr, þ.e. dýr sem mynda holur til bústaðar eða skjóls. Hundar falla t.d. ekki undir grafdýr og því var ekki veitt lausn frá holum eftir hunda.
Nú þurfa dómarar því ekki lengur að greina hvers konar dýr myndaði holuna því lausn er veitt frá holum eftir öll dýr.