Golfreglur 2019: Nú lætur þú bolta falla úr hnéhæð

Frétt golf.is

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Ef þú þarft  að láta bolta falla (t.d. við að taka víti eða við að taka lausn frá göngustíg) áttu að láta boltann falla úr hnéhæð.

Miðað er við hnéhæð þegar þú stendur upprétt(ur) en þú mátt standa hvernig sem þú vilt þegar þú lætur boltann falla.

Ef boltinn snertir þig eða útbúnað þinn áður en hann lendir á jörðinni þarftu að láta boltann falla aftur. Hins vegar er í lagi þótt boltinn skoppi óvart í þig eftir að hann hefur lent á jörðinni.

Ef þú, af gömlum vana, lætur boltann óvart falla úr axlarhæð geturðu leiðrétt mistökin með því að láta boltann falla aftur og færð ekki víti ef þú leiðréttir mistökin áður en þú leikur boltanum.