Greensomegleði Jaðarsvallar verður sunnudaginn 26. maí. Veðurspáin er mjög fín fyrir sunnudaginn, heiðskýrt og 12 stiga hita.
Tveir leikmenn leika saman í liði, báðir aðilar slá teighögg á holunni, síðan er annar boltinn valin og slegið annaðhvert högg eftir það þar til leik er lokið á viðkomandi holu. Spilaður er höggleikur með forgjöf.
Hámarksforgjöf er veitt 24 hjá körlum og 28 hjá konum
Leikforgjöf liðs er reiknuð eftirfarandi:
60% af leikforgjöf lægri forgjafakylfings +
40% af leikforgjöf hærri forgjafakylfings = leikforgjöf liðs.
Ef kylfingur A er með 10 í vallarforgjöf og kylfingur B með 20 verður leikforgjöf þeirra 14 (60% af 10 = 6 + 40% af 20 = 8)
Verðlaun fyrir efstu þrjú sætin
1.sæti: Titleist Vokey Wedge
2.sæti: 10.000 króna inneign á Strikið/Bryggjuna
3.sæti: GA merkt Titleist derhúfa + sleeve af Titleist Velocity boltum
Nándarverðlaun á 18. holu:
5.000 króna inneign á Greifanum
Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum
Karlar 70+ leika af rauðum teigum
Unglingar 14 ára og yngri leika af rauðum teigum
Konur leika af rauðum teigum
6.000 krónur kostar fyrir lið.
Dómari er Tryggvi Jóhannsson 772-0399
Verðlaun er hægt að nálgast á skrifstofu GA frá 27 maí - 7. júní.