Greensomegleði GA var haldin í dag í sannkallaðri norðanblíðu og var völlurinn í glæsilegu standi fyrir kylfinga. 29 lið voru skráð til leiks og höfðu kylfingar afar gaman af greensome fyrirkomulaginu en í dag var einstaklega mikilvægt að treysta á liðsfélagann.
Það voru þeir Ásgeir og Finnur sem stóðu sig best í dag en þeir enduðu á 66 höggum (5 undir pari) með forgjöf sem verður að teljast ansi gott í þessu fyrirkomulagi. Á eftir þeim komu Anton og Sturla (Karlarnir í Krapinu) á 68 höggum og þar á eftir Hjörtur og Auðunn (Vinstri/Hægri) á 70 höggum sem hrepptu þriðja sætið. Það var svo hún Guðrún Garðarsdóttir sem komst næst 18. holunni eftir upphafshöggið en þar sló hún glæsilegt högg.
Við þökkum öllum kylfingum fyrir þátttökuna í þessu flotta móti og óskum verðlaunahöfum til hamingju.
Verðlaunahafar eru beðnir að sækja verðlaun sín á skrifstofu GA að Jaðri fyrir 10. Júní.
1. Sæti - 66 högg með forgjöf
Ásgeir og Finnur (Ásgeir Andri Adamsson og Finnur Heimisson)
2. Sæti - 68 högg með forgjöf
Karlar í Krapinu (Sturla Höskuldsson og Anton Ingi Þorsteinsson)
3. Sæti - 70 högg með forgjöf
Vinstri/Hægri (Hjörtur Sigurðsson og Auðunn Aðalsteinn Víglundsson)
Næst holu á 18.
Guðrún Garðarsdóttir - 1.68m
Sæti | Liðsnafn | Skor m. fgj. |
1 | Ásgeir og Finnur | 66 |
2 | Karlar í krapinu | 68 |
3 | Vinstri/Hægri | 70 |
4 | Dívurnar | 71 |
5 | Turnarnir Tveir | 72 |
6 | Björn | 73 |
7 | Tengdarsynir Kópaskers | 73 |
8 | Chelsea eru bestir | 75 |
9 | Grín | 75 |
10 | Hægri/Vinstri | 76 |
11 | Eiki og Sveinn | 77 |
12 | Jóhann Már | 77 |
13 | Hjónakornin | 77 |
14 | D2 | 77 |
15 | The Wrights | 78 |
16 | Halla Berglind Arnarsdóttir | 78 |
17 | Veigar og Skúli | 79 |
18 | Sailors | 79 |
19 | Jólasveinarnir | 79 |
20 | Hartí bátinn | 79 |
21 | Lækjarsel | 80 |
22 | Þröstur Ingólfsson | 81 |
23 | Grétar Bragi Hallgrímsson | 81 |
24 | Hættulegir Kálfar | 81 |
25 | Skolli og Skrambi | 81 |
26 | Anfield | 82 |
27 | Arnar Páll Guðmundsson | 82 |
28 | Fræknar Frænkur | 90 |
29 | Liverpool | 95 |