Þá er komið að fyrsta og vonandi ekki síðasta haustmóti GA. Á sunnudaginn næsta höldum við haustmót GA í blíðskaparveðri. Spilaður verður höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í bæði höggleik og punktakeppni. Aðeins kylfingar með virka forgjöf geta unnið til verðlauna í punktakeppni.
Einnig verða veitt nándarverðlaun á 4. 11. og 18. holu. Skráning á golf.is og í síma 462-2974. Aðeins 3.000kr kostar í mótið!
Unglingar 0-14 ára leika af rauðum teigum.
Karlar 15-69 ára leika af gulum teigum.
Karlar 70+ leika af rauðum teigum.
Konur leika af rauðum teigum.
Við hvetjum kylfinga til að taka þátt og reyna að lækka forgjöfina í haustblíðunni á Jaðri.
Verðlaun:
Punktakeppni
1.sæti: Clickgear kerra
2.sæti: Gjafabréf á Strikið og Ping derhúfa
3.sæti: GA derhúfa og hálskragi ásamt Titleist kúlum
Höggleikur
1.sæti: Gjafabréf frá Ecco
2.sæti: Gjafabref á Strikið og Ping derhúfa
3.sæti: GA derhúfa og hálskragi ásamt Titleist kúlum
Nándarverðlaun: Gjafabréf í golfhermi GA
Keppnisskilmálar: