Frá og með föstudeginum 19. júní fer Jaðarsvöllur aftur í eðlilegar skorður og verður ræst út á 1. teig. Undanfarnar vikur höfum við verið að ræsa út frá 10.teig en nú mun hefðbundin ræsing aftur taka við.
Við biðjum kylfinga um að láta orðið berast svo ekki verði neinn misskilningur næstu daga.
Við viljum einnig hvetja GA félaga sem og aðra að kíkja upp á Jaðarsvöll og fylgjast með bestu kylfingum landsins keppa um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni, ágætlega var mætt á völlinn í dag og hlökkum við til að sjá enn fleiri um helgina. Fyrir þá sem ekki komast mun KA-TV sýna áfram beint frá mótinu á youtube rás sinni, þar er sýnt frá 9. og 18. flöt.
Starfsfólk GA.