Dómaranefnd GSÍ mun standa fyrir héraðsdómaranámskeiði í vor eins og hefur verið gert síðustu ár.
Fyrirlestrar verða 18., 20.,24. og 26. febrúar 2020, kl. 19:00 – 22:00 í E-sal íþróttamiðstöðvar ÍSÍ í Laugardal.
Fyrirlestrar eru sendir út á netinu (Youtube) og einnig teknir upp. Hægt er að skoða upptökuna seinna ef menn eru uppteknir þegar útsendingin á sér stað.
Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi í golfklúbbum innan GSÍ.
Prófið verður rafrænt próf tekið á netinu þannig að það er engin fyrirstaða fyrir aðila á landsbyggðinni að sitja námskeiðið og taka prófið.
Það er þó ekki skilyrði að hafa setið námskeiðið til að geta tekið prófið.
Ætlast er til þess að þeir sem sitja héraðsdómaranámskeiðið byrji á því að undirbúa sig með því að fara í gegnum 1.stigs golfregluskóla R&A en hann er búið að þýða á íslensku eins og allar golfreglurnar.
Þátttöku í héraðsdómaranámskeiði er hægt að tilkynna með því að senda tölvupóst á domaranefnd@golf.is.
Nauðsynlegt er að hafa kennitölu, nafn og heiti golfklúbbs í tölvupóstnum.
Dómaranefndin vill skora á forráðamenn golfklúbba að ræða við þá félaga sem þeir telja að gætu haft áhuga á að starfa fyrir klúbbinn á sviði mótahalds og dómgæslu og hvetja þá til að afla sér dómararéttinda.
Með kveðju
Dómaranefnd GSÍ