Héraðsdómaranámskeið á dagskrá í mars

Dómaranefnd GSÍ mun standa fyrir héraðsdómaranámskeiði í vor eins og hefur verið gert síðustu ár.  Fyrirlestrar verða 9., 11.,15. og 17. mars 2021, kl. 19:00 – 22:00.

Fyrirlestrar eru sendir út á netinu og einnig teknir upp.

Hægt er að skoða upptökuna seinna ef menn eru uppteknir þegar útsendingin á sér stað.

Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi í golfklúbbum innan GSÍ.

Prófið verður rafrænt próf tekið á netinu þannig að það er engin fyrirstaða fyrir aðila á landsbyggðinni að sitja námskeiðið og taka prófið.

Það er þó ekki skilyrði að hafa setið námskeiðið til að geta tekið prófið.

Nánar í frétt GSÍ: 
https://www.golf.is/heradsdomaranamskeid-a-dagskra-i-mars-2021-fritt-fyrir-medlimi-i-golfklubbum-innan-gsi/

Við hvetjum þá GA félaga sem hafa áhuga á að taka dómaraprófið að skella sér á námskeið.