Á næstu dögum og vikum munum við hjá GA auka vallareftirlitið hjá okkur til muna og þá sérstaklega seinni partinn og á kvöldin.
Starfsfólk okkar mun keyra um völlinn og athuga hvort ekki séu allir með pokamerkið sitt á settinu og búnir að greiða fyrir hringinn þeir sem ekki eru í GA.
Fjöldinn allur af pokamerkjum eru ennþá á skrifstofu GA og myndi það hjálpa okkur gríðarlega mikið við eftirlitið ef kylfingar sækja sitt kort áður en lagt er af stað á fyrsta teig.
Því biðjum við ykkur kæru GA félagar að sækja pokamerkin áður en þið hefjið leik.