Höldur/Askja Open úrslit

Þá er hinu árlega Höldur/Askja Open lokið. Mótið var stórglæsilegt eins og svo oft áður og voru 103 lið skráð til leiks í mótið í ár.

Stórglæsilegt golf var við völd báða dagana enda aðstæður til golfiðkunar eins og best verður á kosið í blíðunni hér í höfuðstað norðursins. 

Það fór svo að það voru þeir Þórhallur Pálsson og Jóhann Rúnar Sigurðsson sem sigruðu mótið á hvorki fleiri né færri en 94 punktum! Sannfærandi sigur þeirra félaga en þeir spiluðu frábært golf báða dagana, 49 punktar fyrri daginn og 45 punktar seinni daginn.

Hér má sjá verðlaunahafa í mótinu:

1.sæti: Þórhallur Pálsson og Jóhann Rúnar Sigurðsson 94 punktar
2.sæti: Magnús Már Magnússon og Bogi Rafn Einarsson 91 punktar
3.sæti: Konráð Vestmann Þorsteinsson og Þorsteinn Ingi Konráðsson 90 punktar
4.sæti: Jón Elvar Steindórsson og Birna Ásgeirsdóttir 89 punktar (betri seinni dag)
5.sæti: Stefán Eyfjörð Stefánsson og Árni Gunnar Ingólfsson 89 punktar

Nándarverðlaun: 
Föstudagur:
4.hola: Karl Hannes Sigurðsson 119 cm
11. hola: Kristín Inga 243 cm
18. hola: Valur Úlfarsson 105 cm
Lengsta drive 15. braut: Ingi Rúnar Gíslason
Laugardagur:
4. hola: Einar Hólm 89 cm
11. hola: Huginn G 43 cm
18. hola: Helgi Jónasson 141 cm 
Lengsta drive 15. braut: Örvar Samúelsson

Við þökkum kylfingum kærlega fyrir skemmtilegt mót og erum strax farin að hlakka til næsta árs.