Nú rétt í þessu lauk hinu árlega texas móti, Icewear Bombunni. Það var frábær þátttaka í mótinu í ár en 156 manns/ 78 lið tóku sig til og spiluðu til sigurs. Veðrið var að mestu til friðs og var logn langt frameftir morgni, þegar leið á fór hinsvegar aðeins að blása úr norðri og rigndi léttilega á keppendur.
Það sáust þvílíkir taktar úti á velli og er langt síðan önnur eins skor hafa sést í texas scramle móti en það voru þeir Heiðar Davíð og Örvar sem sigruðu mótið. Þeir félagar spiluðu völlinn á 60 höggum með forjöf sem verður að teljast alveg frábært.
Við þökkum Icewear fyrir þetta geggjaða mót, þökkum öllum keppendum fyrir þátttökuna og óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Hægt er að sækja vinninga á skrifstofu GA frá og með 3. Ágúst.
Hér að neðan má sjá stöðu og aðra verðlaunahafa.
Höggleikur með forgjöf:
1. Sæti - 60 högg - Örvar Samúelsson og Heiðar Davíð Bragason
2. Sæti - 61 högg - (Betri á seinni 9) Fannar Már Jóhannsson og Víðir Steinar Tómasson
3. Sæti - 61 högg - Anton Ingi Þorsteinsson og Lárus Ingi Antonsson
4. Sæti - 63 högg - (Betri á seinni 9) Guðmundur Halldór Halldórsson og Valur Snær Guðmundsson
5. Sæti - 63 högg - Katrín Hörn Daníelsdóttir og Karen Lind Stefánsdóttir
Lengsta upphafshögg
Karla - Veigar Heiðarsson
Kvenna - Katrín Hörn
Nándarverðlaun:
4. Hola - Soffía Björnsdóttir I 69 cm
8. Hola - Örvar Samúelsson I 1,44 m
11. Hola - Hjalti Steinar I 1,18 m
14. Hola - Grétar Bragi Hallgrímsson I 20 cm
18. Hola - Andri Jón I 1,77 m