Icewear bomban á sunnudaginn næsta

Á sunnudaginn næsta um verslunarmannahelgina verður hin árlega Icewear bomba á sínum stað. Mótið er fyrir löngu búið að stimpla sig inn sem eitt allra vinsælasta mót okkar GA manna og í fyrra voru 140 þátttakendur. 

Keppnisskilmálar fyrir mótið eru: 

  • Keppt er með Texas Scramble fyrirkomulagi, tveir kylfingar eru saman í liði. Leikinn er höggleikur með forgjöf.
  • Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf. 
  • Hámarksleikforgjöf karla er 24 og kvenna 28.
  • Kylfingar skulu leika frá eftirfarandi teigum:
    • Karlar: Gulir
    • Konur: Rauðir
    • 14 ára og yngri: Gulir eða rauðir
    • 70 ára og eldri: Gulir eða rauðir
    • Kylfingur ber endanlega ábyrgð á að spilað sé með rétta forgjöf eftir teigum.
  • Ef lið eru jöfn í verðlaunasæti er byrjað á að telja til baka síðust níu holurnar, síðan síðustu sex, síðustu þrjár og að lokum síðustu holuna. Alltaf skal talið til baka með hlutfallslegri forgjöf. Ef lið eru ennþá jöfn skal notast við hlutkesti.
  • Skorkorti telst skilað þegar leikmaður/lið hefur afhent fulltrúa mótsstjórnar skorkortið og yfirgefið svæðið sem til þess er ætlað. Ef skila á skorkorti í þar til gerðan kassa telst skorkortinu skilað þegar leikmaður/lið hefur sett skorkortið í kassann.
  • Einungis geta þeir kylfingar hlotið verðlaun sem eru fullgildir meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi innan GSÍ.
  • Að öðru leyti gilda almennar móta- og keppendareglur GSÍ.

Verðlaun eru veitt fyrir 5 efstu sætin ásamt fjölda aukavinninga, meðal annars næstur holu og lengsta drive. 

Skráning fer fram á golf.is eða í síma 462-2974 - hvetjum alla til að skrá sig!