Um helgina fór fram Íslandsmót unglinga í höggleik 21 árs og yngri og áttu GA glæsilega fulltrúa. Flokkur 14 ára og yngri spiliðu í Setberginu og kláraðist keppnin í gær. 15-21 árs krakkar spila í Leirdalnum hjá GKG og hafa 15-16 ára lokið keppni á meðan eldri krakkarnir leika síðasta hring mótsins.
Í flokki 15-16ára drengja áttum við hvorki meira né minna en fyrstu tvö sætin!
Skúli Gunnar Ágústsson vann sinn flokk eftir harða baráttu við liðsfélaga sína Val Snæ Guðmundsson og Veigar Heiðarsson.
Hér má sjá skor strákanna:
1.sæti - Skúli Gunnar Ágústsson [72, 69, 71 = 212]
2.sæti - Valur Snær Guðmundsson [68, 73, 72 = 213]
4.sæti - Veigar Heiðarsson [68, 78, 71 = 217]
T10 - Ragnar Orri Jónsson [77, 77, 75 = 229]
T13 - Heiðar Kató Finnsson [78, 79, 78 = 235]
20.sæti - Ólafur Kristinn Sveinsson [86, 82, 80 = 248]
Í flokki 13-14 ára og yngri kepptu Bryndís Eva Ágústsdóttir og Lilja Maren Jónsdóttir.
Skorið hjá þeim var eftirfarandi
5.sæti - Bryndís Eva Ágústsdóttir [88, 82, 83 = 253]
10.sæti - Lilja Maren Jónsdóttir [92, 91, 81 = 264]
Í flokki 17-18ára drengja keppti Óskar Páll Valsson [75, 77, 79 = 231] og endaði í 6. sæti. Í flokki 17-18ára stúlkna keppir Kristín Lind Arnþórsdóttir [91, 80, 84 = 255] og varð í 9. sæti og í flokki 19-21árs drengja keppir Mikael Máni Sigurðsson [72, 81, 75 = 228] og endaði í 11. sæti.
Við búumst við að myndir komi fljótlega inná golf.is