Þá er komi að því sem margir kylfingar í GA hafa beðið spenntir eftir undanfarnar vikur en við ætlum að opna Klappir, æfingasvæðið okkar, þann 4.maí í hádeginu eða klukkan 12:00.
Þar sem ennþá eru vissar reglur sem þarf að fara eftir vegna Covid-19 viljum við að allir þeir kylfingar sem ætla að nýta sér aðstöðuna á Klöppum kynni sér þær reglur sem því fylgja.
Mikilvægt er að þvo hendur með sápu og síðan sótthreinsa hendur bæði fyrir og eftir æfingu.
Þá biðjum við einnig alla þá kylfinga sem koma upp á Jaðar, hvort sem það sé til að nota Klappir eða púttflatir að virða tveggja metra regluna og fara eftir fyrirfram gefnum tilmælum.
Við höldum áfram að sótthreinsa alla snertifleti á Klöppum og í Golfskálanum. Starfsfólk GA mun gera sitt besta við að halda svæðinu hreinu við þessar sérkennilegu aðstæður.
Ef þú finnur fyrir flensueinkennum eða hefur verið í samneyti við Covid-19 sýktan aðila síðustu 14. daga þá bendum við á tilmæli sóttvarnalæknis um sóttkví.
Covid-19 kallar á samstöðu og ábyrgð okkar allra.