Klappir æfingasvæði GA er opið og verður opið um páskana frá 9-20:00
- Kylfingar eiga að nota blauttuskur eða klúta sem eru við boltavélina til að strjúka af boltakörfu, bæði fyrir og eftir notkun.
- Þurrka skal af hnöppum á boltavél með blauttuskunum áður en boltar eru verslaðir og notaðir.
- Að hámarki mega vera 20 kylfingar við æfingu á Klöppum, 10 inni og 10 á efri hæð upp á þaki. Aðeins einn kylfingur má vera í hverjum bás.
- Allir golfboltar eru sótthreinsaðir í sérstakri þvottastöð á milli notkunar.
- Starfsmenn GA munu opna hurðir á básunum á morgnanna og loka á kvöldin.
- Tryggjum og virðum tveggja metra regluna.
Hlökkum til að sjá ykkur.