Sælar allar
Loksins, loksins getum við farið að leika okkur! Byrjunin á golfsumrinu er ekki hefðbundin hjá okkur í kvennastarfinu frekar en öðrum en nú ætlum við að starta því. Ekki var kostur að hafa vorfundinn okkar í apríl og því ætlum við að slá saman fyrsta kvennaspili sumarsins og súpukvöldi og verður það mánudaginn 8. júní.
Mæting í spilið er kl. 16:30 og við reiknum með að byrja að spila kl. 16:45. Nefndin raðar í holl, vön og óvön eftir því sem hægt er. Leikfyrirkomulag dagsins verður Greensome. Hvað er greensome? Tveir leikmenn leika saman í liði. Báðir slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Eftir það er slegið til skiptis, sá sem átti teighöggið sem var ekki valið slær þá annað höggið og svo koll af kolli þangað til leikmenn klára holuna.
Eftir spilið, c.a. kl. 19:30/20:00, ætlum við svo að gæða okkur á dýrindis kjúklingasúpu og brauði að hætti Jóns Vídalín. Yfir borðum munum við fara yfir starfið í sumar og skipta um stjórn í kvennanefndinni. Við erum með góða kandidata sem eru til í að koma inn í stjórn en ef einhverjar aðrar eru áhugasamar þá látið okkur endilega vita (síðla kvölds á Sauðárkróki síðasta haust voru þó nokkrar volgar fyrir að koma til starfa....)
Verð fyrir spilið er kr. 1.000 og kr. 2.500 fyrir súpuna, hægt að koma í annað eða bæði – viljum þó endilega fá ykkur í bæði. Við viljum biðja ykkur að skrá ykkur í síðasta lagi fimmtudaginn 4. júní upp á fjöldann í súpuna. Gott að fá skráningu í spilið líka svona upp á skipulagið en ekkert mál þó það verði ekki fyrr en á mánudeginum.
Kvennanefnd GA