Magnús Guðmundsson heiðursfélagi í GA er látinn 88 ára að aldri. Magnús, sem varð margfaldur Íslands- og Akureyrarmeistari í golfi lést á heimili sínu í Bandaríkjunum þann 16. janúar síðastliðinn. Hann hafði verið búsettur erlendis í áratugi.
Magnús kom að hönnun fyrri 9 holanna á Jaðarsvelli og var einn fremsti kylfingur íslendinga. Hæst ber sigur hans á Íslandsmótinu í golfi 1964 í Vestmannaeyjum þar sem hann sigraði með yfirburðum eða 10 undir pari sem var met sem stóð í tæp 50 ár.
Golfklúbbur Akureyrar vottar fjölskyldu og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.