Það fór varla framhjá neinum golfáhugamanni að Tiger Woods kom, sá og sigraði á Augusta vellinum á Masters mótinu um helgina. Fögnuðurinn var ósvikinn hjá Tiger og má segja að ekki hafi margir séð þetta í kortunum fyrir mót. Að minnsta kosti voru spámenn GA ekki á því að Tiger Woods myndi landa græna jakkanum að undanskildum einum kylfing, Birgittu Guðjónsdóttur sem spáði því í Mastersleik GA að Tiger Woods myndi sigra mótið á 13 höggum undir pari, það má segja að Tiger hafi hugsað til Birgittu þegar hann missti parpúttið á síðustu holunni og tryggði sér sigurinn með skolla og endaði á 13 höggum undir pari. Það er því hún Birgitta sem vinnur sér inn 30 mínútna einkatíma hjá Heiðari Davíð fyrir þessa ótrúlega nákvæmu spá sína.
Það voru nokkrir aðilar sem voru í baráttunni um að vinna 30 mínútna einkatíma og hamborgaramáltíð fyrir þrjá bestu kylfingana og á endanum var það ljóst að hún Hrefna Svanlaugsdóttir spáði fyrir um þrjá bestu kylfingana en það voru þeir Francesco Molinari (5. sæti), Dustin Johnson (2. sæti) og John Rahm (9. sæti) sem tryggðu henni sigurinn í þessum leik.
Við hjá GA óskum Birgittu og Hrefnu til hamingju og þökkum fyrir góða þátttöku í Mastersleiknum. Þær stöllur geta nálgast verðlaun sín á Jaðri milli 8-16 eða haft samband við skrifstofa@gagolf.is