Ríkisstjórnin kynnti ný og strangari sóttvarnatilmæli vegna Covid-19 sem taka gildi 25. mars 2021 og gilda í 3 vikur. Í nýju reglunum eru almennar fjöldatakmarkanir miðaðar við 10 manns og ná reglurnar til allra sem fæddir eru 2015 eða fyrr.
Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.
Það er því ljóst að inniaðstaðan verður lokuð næstu þrjár vikurnar eða þangað til annað verður auglýst.
Beðið er eftir frekari reglugerð heilbrigðisráðherra verði gefin út sem snýr að golfiðkun utandyra.