Opnunarmót Jaðarsvallar verður haldið sunnudaginn 29. maí og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur í fyrsta móti sumarsins.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin bæði í punktakeppni með forgjöf og í höggleik án forgjafar ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum vallarins.
Hámarksforgjöf er veitt 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Kylfingar geta valið af hvaða teigum þeir leika á í mótinu og þarf að tilgreina það við skráningu.
Karlar geta leikið af hvítum, gulum, bláum eða rauðum teigum.
Konur geta leikið af gulum, bláum eða rauðum.
Til þess að geta unnið til verðlauna í höggleik þá mega karlar ekki leika af fremri teigum en gulum (þ.e. ekki bláum eða rauðum teigum).
Mótsgjald er 5.000kr og fer skráning fram hér
Völlurinn kemur vel undan vetri og verður sumarið einstaklega skemmtilegt í mótahaldi hjá okkur.