Þá eru pokamerkin komin til okkar og hvetjum við kylfinga til að nálgast þau sem fyrst í afgreiðslu GA og hengja á pokann sinn.
Við opnuðum holur 5 og 6 í dag og getum við því boðið kylfingum upp á 16 holu golf núna.
Þar sem völlurinn er mjög viðkvæmur á þessum árstíma er gríðarlega mikilvægt að kylfingar geri við boltaför á flötum og kylfuför á brautum. Það hægir á uppbyggingu grassins ef það er ekki gert og er þá erfiðara fyrir það að þétta sig. Eitthvað hefur borið á boltaförum á flötum og má segja að það sé aldrei mikilvægara en nú að hlúa vel að vellinum og gera við förin svo völlurinn nái að skarta sínu fegursta.