Þá er komið að því að Púttmótaröð GA hefjist en það gerist á miðvikudaginn næsta, 16. janúar.
Leikinn er betri bolti, (betra skorið á holuna telur), tveir saman í liði, sama lið allt mótið.
Leiknar eru 36 holur í hvert skiptið og telja báðir hringirnir
Alls verða 7 dagar (skipti) í undankeppninni og munu 5 bestu dagar (5x36 holur) hvers liðs telja
Leikmenn skrá skor sitt að loknum leik, á sérstakt skorblað sem mun vera á töflunni í kaffistofunni og verður staðan uppfærð það eftir hvern dag.
Í ár verður leikið á miðvikudögum milli 20-22.
Ókeypis er í mótið og hvetjum við kylfinga GA til að fjölmenna í Golfhöllina á miðvikudagskvöldum. Allt í lagi er að lið nái ekki að mæta öll kvöld en er aðalatriðið að vera með og hafa gaman.
Hér má sjá dagsetningarnar sem spilað verður á.
16. jan.
23. jan.
30. jan.
6 feb.
13. feb.
20. feb.
27. feb.
6. mars - 8 liða úrslit
13. mars - undanúrslit
20.mars - leikið um 1. og 3. sæti.
Nánar um púttmótið hér