Í sumar má segja að hafi orðið algjör sprenging í mótshringjum á Jaðarsvelli, uppselt var í Arctic Open á mettíma og ennþá er langur biðlisti inn í Hjóna- og parakeppni Golfskálans og GA. Icewear bomban heldur áfram að laða að sér kylfinga en 192 kylfingar tóku þátt í henni í ár og 206 kylfingar voru í Höldur/Askja Open í ágúst hjá okkur. Ljóst er að mótahald GA er að heilla kylfinga í GA og aðra kylfinga og höldum við áfram að gera okkar allra besta í að hafa mótin okkar eftirsóknarverðan kost fyrir kylfinga.
Þá héldum við Íslandsmótið í golfi í ár sem tókst með besta móti en mikil vinna fer í að halda Íslandsmótið og lögðust allir á eitt innan klúbbsins og GSÍ í að gera mótið eins frábært og það var. Við viljum þakka öllum sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem hjálpuðu okkur við mótið.
Alls voru 5032 mótshringir spilaðir á Jaðarsvelli í sumar sem er 37,5% aukning frá 2020 og erum við gríðarlega stolt af þeirri fjölgun. Frá því að skipulögð talning hófst árið 2014 hafa aldrei fleiri mótshringir verið spilaðir, aðeins einu sinni (2018) fóru mótshringir yfir 4000 (4005). GA félagar spiluðu 2423 mótshringi eða rúmlega 48% þeirra mótshringja sem leiknir voru á vellinum.
GA félagar voru skráðir fyrir 16.558 hringjum á Jaðarsvelli í sumar (18.981 með mótshringjum) sem er fækkun um 1.148 hringi frá því í fyrra þegar GA félagar voru með 20.129 hringi skráða með mótshringjum. GA félagar hafa oft nýtt sér völlinn vel á síðustu vikum sumarsins en völlurinn þurfti að loka tveimur vikum fyrr í ár en í fyrra sem skýrir að miklu leyti þessa fækkun hjá GA félögum á hringjum. Ef tekið er meðaltal yfir spilaða hringi á dag hjá GA félögum voru 111 hringir á dag árið 2021 en 108 hringir árið 2020. Við viljum síðan halda áfram að impra á því okkar félaga að skrá sig alltaf á teig þegar þeir fara út að spila til að þessi tölfræði verði sem allra best hjá okkur.
Jón Heiðar
Skráðir hringir hjá GA félögum að undanskyldum mótshringjum.