Þeir Steindór Kristinn framkvæmdarstjóri GA og Einar Geirsson eigandi Rub23 skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning í dag. Rub23 hefur verið sterkur styrktaraðili GA undanfarin ár og er það gleðiefni að það mun halda áfram.
Við hjá GA erum gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn frá Rub23 og gleður það okkur mikið að tilkynna herrum okkur að áfram mun Herramót Golfklúbbs Akureyrar bera nafnið Herramót Rub23 og verður það áfram með glæsilegasta móti. Undanfarin ár hefur gríðarlega mikil ánægja ríkt með Herramótið og hefur verið uppselt í mótið undanfarin ár. Herramót Rub23 mun fara fram föstudaginn 17. júlí og er komin mikil tilhlökkun í marga herramenn yfir mótinu.
Við þökkum Einari og félögum hjá Rub23 kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Einar er eigandi af Rub23, Bautanum, Sushi Corner og Pizzasmiðjunni og viljum við hvetja GA félaga til að beina viðskiptum sínum til þeirra aðila sem styrkja starfið okkar því þannig styðjum við GA.