Í kvöld fer fram setningarathöfn Arctic Open 2019 á Jaðri. Mótið í ár er það 34. sem hefur verið haldið og er mótið í ár eitt það glæsilegasta.
Teiggjafirnar í ár eru Footjoy bolir, bæði innanundirbolur og stuttermabolur ásamt þurrkuðu nautakjöti frá Kjarnafæði, Titleist kúlum og flatarmerki.
Völlurinn er hinn glæsilegasti og er því ljóst að kylfingar munu keppa við frábærar aðstæður á Jaðarsvelli í mótinu í ár.
Rástímar eru frá 14-22:30 bæði fimmtudag og föstudag og á laugardagskvöldinu er svo verðlaunaafhending og lokahóf í golfskálanum á Jaðri. Þar mun Guðmundur Benediktsson fara með veislustjórn og Rúnar Eff kemur og flytur tónlistaratriði.
Dagskrá mótsins má nálgast hér
Við viljum þakka okkar góðu samstarfs- og styrktaraðilum sem koma að mótinu kærlega fyrir en þar má helst nefna Air Iceland Connect, Íslenska Ameríska, Isavia, Toyota á Íslandi, Kjarnafæði, MS, Norðlenska og 66°North.