Fjórða og jafnframt síðasta mót Sunnudagsmótaraðar barna og unglinga GA lauk í gær, en samtals tóku 41 keppandi þátt í mótunum í sumar.
Þessi mótaröð var sett upp af barna- og unglinganefnd GA í samráði við golfkennara. Markmið mótanna voru að hvertja krakkana til að spila meira og jafnframt að fá foreldra með á völlinn. Fyrirkomulag mótanna var punktakeppni með forgjöf svo að allir krakkar eigi jafn mikla möguleika. Í sumar var keppt í fjórum flokkum en þar sem þessi elstu eru oftar en ekki upptekin að spila á öðrum mótum yfir sumarið höfum við hugsað okkur um að vera bara með tvo yngstu flokkana næsta sumar.
Allt fór þetta vel fram og lauk með hamborgaraveislu og verðlaunaafhendingu í gær sunnudaginn 19. september.
Verðlaun voru veitt fyrir 1 - 3 sæti í hverjum flokki fyrir sig og voru það 3 hringir af fjórum sem töldu.
Í flokki 15 - 18 ára
1. sæti Kristófer Magni - 85
2. sæti Lana Sif 39
3. sæti Veigar 37
Í flokki 14 ára og yngri - 18 holur
1. sæti Heiðar Kató 91
2. sæti Bryndís Eva 74
3. sæti Arnar Freyr 73
9 holur rauðir teigar
1. sæti Axel James 56
2. sæti Mikael Máni 53
3. sæti Askur Bragi 49
9 holur gull teigar
1. sæti Jóakim Elvin 34
2. sæti Guðmundur Þór 27
3. sæti Heimir Bjarni 18
Við í barna og unglinganefnd þökkum krökkunum og foreldrum kærlega fyrir sumarið og bíðum spennt eftir því næsta.