Síðastliðinn sunnudag var vinnudagur hjá okkur í GA og tókst hann glimrandi vel.
Ríflega 80 sjálfboðaliðar á öllum aldri sinntu ýmsum verkefnum og má segja að allir undirbúningur fyrir opnun hafi gengið eins og í sögu.
Eftir að vinnu lauk var Friðjón, hjá Jaðar Bistro, með súpu og brauð handa duglegu sjálfboðaliðunum okkar ásamt því að Steindór fór yfir hvað liggur fyrir í sumar hjá golfklúbbnum og kynnti fyrirhugaða viðbyggingu fyrir inniaðstöðuna okkar upp á Jaðri. Hér má sjá skemmtilega kynningu á þeirri uppbyggingu sem framundan er.
Þá fengu sjálfboðaliðar að stökkva út á völl og fá fyrstu prufanir á Jaðri í blíðunni.
Við hjá GA viljum þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að aðstoða okkur á vinnudeginum kærlega fyrir hjálpina.