Golfsamband Íslands hefur nú gangsett nýtt tölvukerfi golfklúbbanna. Kerfið kallast GolfBox og erum við hjá GA á fullu þessa dagana að innleiða kerfið hjá okkur ásamt nýju forgjafakerfi, WHS. Við biðjum kylfinga um að sýna þolinmæði með nýja kerfið þar sem það gæti tekið nokkrar vikur að fá það almennilega í gang og við erum að læra samhliða ykkur á kerfið.
Mikilvægt er að þeir kylfingar sem stofna aðgang að kerfinu sýni þolinmæði og átti sig á að ekki eru allir golfklúbbar búnir að setja inn í kerfið upplýsingar um sína golfvelli, rástímaskráningu eða mót.
Áætlað er að innleiðing golfklúbbanna taki einhverjar vikur í viðbót en verði lokið áður en golftímabilið hefst.
Hvernig stofna ég aðgang inn á GolfBox?
- Ferð inn á www.golf.is.
- Smellir á Nýskráning efst í hægra horninu.
- Þá opnast vefsíða GolfBox
- Slærð inn kennitölu og eftirnafn þitt eins og það er skrifað með íslenskum stöfum.
- Smellir á Leita.
- Ef þú ert skráð(ur) sem virk(ur) félagi í golfklúbbi í kerfinu ertu látin(n) staðfesta að þetta sért þú og flyst þá yfir á Forsíðuna þína í GolfBox.
- Ef upplýsingar um þig birtast ekki við leit hefurðu samband við klúbbinn þinn.
Hvernig breyti ég notandanafni, lykilorði og netfangi?
Þú ferð í Forsíðan mín ofarlega vinstra megin á síðunni.
- Smellir á Breyta prófílnum.
- Neðarlega á síðunni smellir á Breyta notandanafni og aðgangsorði >.
- Slærð inn nýtt notandanafn og lykilorð.
- Slærð inn farsímanúmer og netfang.
- Smellir á Uppfæra >.
Smelltu hér til að skoða hjálparmyndband við nýskráningu