Tumi Hrafn og félagar hans í Western Carolina Golf kepptu á Sea Palms Invitational í byrjun mars þar sem Tumi gerði sér lítið fyrir og endaði í 6. sæti í einstaklingskeppninni en það var einmitt sama sætið og háskóli hans endaði í. Tumi spilaði hringina á 68-73-75 höggum eða +3 í heildina og var þetta næst lægsta skor hans í háskólagolfinu í móti þar sem spilaðar eru 54 holur. Tumi hefur aldrei endað ofar í einstaklingskeppni og er ljóst að hann er að taka gríðarlegum framförum úti og mun mæta tvíefldur til leiks hér á landi næsta sumar.
Við hlökkum að sjálfsögðu mikið til að fá Tuma heim í sumar og vonandi nær hann að fylgja þessum góða árangri eftir.
Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með framgangi Tuma og félaga á heimasíðu WCU háskólaliðs hans hér: https://catamountsports.com/sports/mens-golf