Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GA

Uppskeruhátíð barna- og unglinga var haldin fimmtudaginn 4. nóvember þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir frábæran árangur hjá iðkendum GA. Nú þegar þetta er skrifað eru 110 iðkendur í barna- og unglingastarfi GA og því var fjölmennt á Uppskeruhátíðinni. Það má því með sanni segja að framtíð GA í barna- og unglingastarfinu björt. 

Sigurvegarar Þriðjudagsmótaraðarinnar voru tilkynntir og allir iðkendur 12 ára og yngri fengu gríngaffal sem viðurkenningarvott fyrir þátttöku sína í starfi sumarsins. Einnig fengu þau fimm sem lækkuðu forgjöfina sína mest í eftirfarandi flokkum viðurkenningu:

  • 54-36,5 Jóhannes Geir sem lækkaði sig úr 54 niður í 18,5
  • 36,4-25,5 Bryndís Eva sem lækkaði sig úr 27,1 niður í 17,4
  • 25,4-15,4 Kristófer Magni sem lækkaði sig úr 16,7 niður í 11,5
  • 15,3-6,5 Kristín Lind sem lækkaði sig úr 15,2 niður í 9,2
  • <6,5 Lárus Ingi sem lækkaði sig úr +0.9 niður í +3

Sveitir GA náðu góðum árangri í Íslandsmótum Golfklúbba þar sem 15 ára og yngri sveit drengja hafnaði í 1. sæti, 15 ára og yngri stúlkur í 3. sæti, 18 ára og yngri sveitir stúlkna og drengja enduðu í 4. sæti og 12 ára og yngri sveitir GA höfnuðu í 2. og 3. sæti í sínum deildum.  

GA eignaðist 3 Íslandsmeistaratitla sumarið 2021:

  • Veigar Heiðarsson á Íslandsmóti unglinga í holukeppni í flokki 15-16 ára
  • Lárus Ingi Antonsson á Íslandsmóti unglinga í holukeppni í flokki 19-21 árs
  • 15 ára og yngri sveit GA á Íslandsmóti Golfklúbba

Fjórir af iðkendum í GA voru valin í landsliðshópa GSÍ en það eru:

  • Skúli Gunnar Ágústsson
  • Veigar Heiðarsson
  • Lárus Ingi Antonsson
  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir

Nánar verður fjallað um árangur krakkanna í skýrslu þjálfara á Aðalfundi GA 

UppskeruhátíðUppskeruhátíð