Jaðarsvöllur var við frábærar aðstæður þegar seinni hringur Arctic Open mótsins var spilaður í gær.
Mótið var vel heppnað og komu flestir kylfingar sáttir í hús eftir skemmtilegan hring í góðum félagsskap. Veðrið á öðrum leikdegi bauð upp á létta norðangolu, en við sáum við henni og bættum við frábæru grilltjaldi á 5. holu. Þar fengu svangir golfarar pylsur og hleðslu í vel mönnuðu tjaldi GA manna.
Mikið af öflugum kylfingum börðust um 1. verðlaunin í höggleik, en það var hann Sigurbjörn Þorgeirsson úr GFB sem bar sigur úr býtum á flottu skori. Sigurbjörn lék á tveimur höggum undir pari í heildina, sem var þó einungis einu höggi á undan næsta manni.
Sigurvegari punktakeppninnar var svo enginn annar en Ólafur Auðunn Gylfason, sem innsiglaði sigurinn með 44 punktum og 67 höggum á seinni hringnum sínum. Frábær hringur!
Liðakeppni Arctic Open var einnig spennandi en þar voru það þeir Arnar Árnason, Víðir Steinar Tómasson, Eggert Jónsson og Guðjón Ármann Guðjónsson sem tóku hana, með 212 punkta saman.
Í kvöld verður svo lokahófið okkar þar sem mótinu verður opinberlega slitið við mikil hátíðarhöld. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 20:00. Guðmundur "Gummi Ben" Benediktsson verður veislustjóri, og Rúnar Eff kemur og tekur nokkur lög. Sjálfur náði ég Jóni Vídalín á viðtal hér í salnum áðan sem sagði einfaldlega, ,,þetta verður veisla".
Úrslit nándarverðlauna og allra flokka:
Höggleikur
1. Sigurbjörn Þorgeirsson 140 högg
2. Sigurpáll Geir Sveinsson 141 högg
3. Ólafur Auðunn Gylfason 142 högg
Höggleikur 55+
1. Gauti Grétarsson 151 högg
2. Jón Þór Gunnarsson 153 högg
3. Ingi Þór Hermannsson 160 högg
Höggleikur konur
Anna Jódís Sigurbergsdóttir 160 högg
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir 161 högg
Stefanía Elsa Jónsdóttir 169 högg
Punktakeppni með forgjöf:
1. Ólafur Auðunn Gylfason 80 punktar
2. Unnur Elva Hallsdóttir 77 punktar
3. Ingi Þór Hermannsson 76 punktar betri seinni hringur
Nándarverðlaun:
fimmtudagur
4. hola: Böðvar Kristjánsson 59cm
8. hola: Kristinn Gústaf Bjarnason 188cm
11. hola: Sigurbjörn Þorgeirsson 176cm
14. hola: Halldór M. Rafnsson 10cm
18. hola: Skúli Eyjólfsson 200cm
Nándarverðlaun:
föstudagur
4. hola: Stefanía Elsa Jónsdóttir 377cm
8. hola: Linda Hrönn Benediktsdóttir 129m
11. hola: Heimir Jóhannsson 62cm
14. hola: Skúli Eyjólfsson 55cm
18. hola: Jón Birgir Guðmundsson 63cm