Golfklúbbur Akureyrar sendi nokkra af sínum fremstu kylfingum á Skagann, á B59 Hotel mótið í mótaröð GSÍ.
Andrea Ýr fylgdi flottum fyrsta hring eftir með tveimur hringjum upp á 73 högg, sem skilaði henni 3 sæti í mótinu. Flottur árangur hjá okkar konu og verður gaman að fylgjast með henni í toppbaráttunni í sumar!
Tumi Kúld lék best af strákunum frá Akureyri. Hann endaði mótið á +2, eða jafn í 10. sæti. Flottur árangur hjá Tuma. Á eftir Tuma komu þeir Lárus Ingi og Örvar Samúelsson, sem enduðu í T22 og T41.
Eyþór Hrafnar og Víðir Steinar léku ekki sitt besta golf í mótinu en lofa báðir hringjum undir pari í næsta móti. Ekki amalegt.