Úrslit úr fyrstu leikjum GA unglinga í sveitakeppninni

Stelpurnar okkar, sem hafa staðið sig eins og hetjur
Stelpurnar okkar, sem hafa staðið sig eins og hetjur

Í dag spiluðu sveitir GA unglinga sína fyrstu leiki í sveitakeppni 15 ára og yngri, og sveitakeppni 18 ára og yngri. GA á 4 sveitir í þessum mótum, blandaða, pilta og stúlknasveit í 15 ára og yngri, og strákasveit í 18 ára og yngri. 

 

Strákarnir í 15 ára og yngri sveitinni áttu flottan dag og sigruðu báða sína leiki 2-1, gegn GK og GR(B). Þetta þýðir að sigur gegn GR(A) á morgun kemur þeim í úrslitaleikinn um íslandsmeistaratitilinn!

Blandaða sveitin okkar í 15 ára og yngri gerði jafntefli gegn GG í seinni leik dagsins eftir erfitt tap gegn GK(B) í morgun. 

Stúlknasveit 15 ára og yngri átti frábæran dag í dag og sigruðu báða leiki sína með yfirburðum. Þær eiga því einnig hreinan úrslitaleik gegn GR á morgun um að komast í úrslit mótsins!

 

Strákarnir í 18 ára og yngri spiluðu einungis einn leik í dag, gegn GK. Sá leikur endaði með hörkusigri okkar manna, 2-1, en báðir okkar sigrar réðust á 18. holunni. Strákarnir spila því við GM í fyrramálið og fara með sigri í úrslitaleikinn. 

 

Frábær árangur hjá unglingunum okkar í dag, fáum vonandi einhverja Íslandsmeistaratitla norður á morgun!